STOFAN

Um stofuna

Munn- og kjálkaskurðlæknastofa Júlíusar Helga Schopka hefur verið starfrækt frá árinu 2008.   

Stofan sinnir öllum almennum aðgerðum er snúa að munnholi og kjálkum, svo sem endajaxlaaðgerðum og öðrum tannúrdráttum, ísetningu tannplanta (implanta), kjálkaaðgerðum í tengslum við tannréttingar og ýmsu öðru.   

Hjá stofunni starfar starfsfólk með margra ára reynslu í sérgreininni.   

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi aðgerðir, meðferðir eða annað hafið þá endilega samband. Við tökum vel á móti þér og veitum góð ráð. 

Starfsfólk

Július Helgi Schopka

Júlíus Helgi Schopka

tannlæknir, munn- og kjálkaskurðlæknir

Júlíus útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1998.  Hann var við í framhaldsnám í munn- og kjálkaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku á árunum 2003 – 2008.

Júlíus fékk sérfræðileyfi í munn- og kjálkaskurðlækningum árið 2008 og er einn fjögurra viðurkenndra sérfræðinga í greininni á Íslandi.

Auk þess að starfa á stofunni í Vínlandsleið er Júlíus sérfræðingur við Háls-, nef og eyrnadeild Landspítala í Fossvogi þar sem hann gerir stærri kjálkaaðgerðir. Hann er einnig lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.  Þar sér hann um klíníska og fræðilega kennslu 5. og 6. árs tannlæknanema auk þess að stunda rannsóknir í sérgrein sinni.  

Hann er meðlimur í Tannlæknafélagi Íslands, Félagi munn- og kjálkaskurðlækna í Skandinavíu (SFOMK)  og Alþjóðasamtökum munn- og kjálkaskurðlækna (IAOMS).  Hann hefur ritað greinar í fræðitímarit og flutt erindi um sérgrein sína á ráðstefnum bæði innanlands og utan.

Helga Gunnarsdótir

Helga Gunnarsdóttir

hjúkrunarfræðingur

Helga útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2009. Eftir útskrift starfaði hún á Landspítalanum í Fossvogi, deild A-4 til ársins 2012 þar sem hún annaðist meðal annars sjúklinga sem verið höfðu í kjálkaaðgerðum á spítalanum. Hún þekkir því vel til þessa sjúklingahóps.
Hefur unnið á stofunni frá 2012.

Katrín Árnadóttir

hjúkrunarfræðingur

Katrín útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2009. Hún starfaði á Bráðamótttöku LSH frá útskrift og til ársins 2014 þegar hún hóf störf í Vínlandsleið.

Anna Dögg Emilsdóttir

tanntæknir

Anna útskrifaðist frá Tanntæknabraut Fjölbrautarskólans í Ármúla árið 2014 hóf störf í Vínlandsleiðinni strax að lokinni útskrift.

Staðsetning

Stofan er staðsett í sama húsi og Urðarapótek og Sjúkratrygginar Íslands.  
Stofan er á 3. hæð og aðgengi er gott, lyfta er í húsinu.

Vínlandsleið 16
113 Reykjavík